Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 12:40 Guðrún segir að kirkjan hafi dregið lappirnar í því að fagna fjölbreytileikanum, og að hún skuldi hinsegin samfélaginu töluvert. Biskupsstofa Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert. Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks og mannréttindi í víðum skilningi hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður alltaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. Hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“ Áskorun að halda sessi kirkjunnar í samfélaginu Guðrún segir að það sé áskorun á öllum tímum að halda fólki í kirkjunni og ná til yngra fólks til dæmis. Hins vegar séu fréttir um flótta úr kirkjunni áhugaverðar. Fréttir um minnkandi hlutfall landsmanna sem skráðir eru í kirkjuna haldist til dæmis í hendur við fjölgun erlendra ríkisborgara á landinu, sem séu margir í öðrum trúfélögum. Pólverjar séu til dæmis kaþólskir. Þá hafi lögum verið breytt fyrir einhverjum árum á þann veg að börn séu ekki skráð sjálfkrafa í þjóðkirkjuna þegar þau fæðast, nema báðir foreldrar séu skráðir. Nú beri talsvert á því að fólk sem heldur að þau séu í þjóðkirkjunni leiti til hennar vegna athafna, en við athugun kemur í ljós að þau eru ekki skráð. „Það var alveg langt tímabil þar sem kirkjan var ekkert endilega að fylgjast með þessu. En í Þjóðkirkjunni eru eftir sem áður 225 þúsund manns, og þetta eru langlangstærstu félagssamtök á Íslandi,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks og mannréttindi í víðum skilningi hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður alltaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. Hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“ Áskorun að halda sessi kirkjunnar í samfélaginu Guðrún segir að það sé áskorun á öllum tímum að halda fólki í kirkjunni og ná til yngra fólks til dæmis. Hins vegar séu fréttir um flótta úr kirkjunni áhugaverðar. Fréttir um minnkandi hlutfall landsmanna sem skráðir eru í kirkjuna haldist til dæmis í hendur við fjölgun erlendra ríkisborgara á landinu, sem séu margir í öðrum trúfélögum. Pólverjar séu til dæmis kaþólskir. Þá hafi lögum verið breytt fyrir einhverjum árum á þann veg að börn séu ekki skráð sjálfkrafa í þjóðkirkjuna þegar þau fæðast, nema báðir foreldrar séu skráðir. Nú beri talsvert á því að fólk sem heldur að þau séu í þjóðkirkjunni leiti til hennar vegna athafna, en við athugun kemur í ljós að þau eru ekki skráð. „Það var alveg langt tímabil þar sem kirkjan var ekkert endilega að fylgjast með þessu. En í Þjóðkirkjunni eru eftir sem áður 225 þúsund manns, og þetta eru langlangstærstu félagssamtök á Íslandi,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira