Framsókn hótar stjórnarslitum 14. júlí 2004 00:01 Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira