Indí-krakkar á barnum 15. júlí 2004 00:01 Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson
Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira