Er ein menning betri en önnur? 16. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson trúir ekki að hægt sé að skipta tónlist í há- og lágmenninguPoppmenning hefur aldrei notið virðingar hér á landi. Ef menn svamla í henni, hvort sem það er við gerð tónlistar eða kvikmyndagerðarlistar, þurfa þeir annað hvort að sætta sig við að synda á móti straumi eða brenna út sem þrælar ölmenningarinnar.Einu sinni vann ég hjá dagblaði hér í bæ þar sem ritstjórarnir skiptu hugarfóstrum landsbúa blygðunarlaust í há- og lágmenningu. Ég áttaði mig aldrei á eftir hvaða reglustriku þeir mældu í þeim efnum, og geri ekki enn. Sérstaklega ekki þegar blaðamönnum var skipað að nú væri Björk "okkar" Guðmundsdóttir búin að sanna sig og því ætti að fjalla um hana á "menningarsíðunum" hér eftir í stað popphluta blaðsins sem hafði fylgst með ferli hennar frá upphafi. Eins og það væri einhver leið til þess að votta henni virðingu að láta menn sem fylgdust ekkert með raftónlist né poppi fjalla um afurðir hennar? Álíka jafn skynsamlegt og að láta mig skrifa um íþróttir, pólitík, bíla... já eða bara klassíska tónlist.Málið er einfalt. Eldri hluti þjóðarinnar lítur niður á popp. Eins og sú sköpun sé eitthvað ómerkilegri en sköpun þeirra sem semja fyrir hámenntaða tónlistarflytjendur. Gamla Ísland er enn við ritstjórnarvöllinn og fyrir þeim er popp eitthvað sem nýttist þeim bara þegar þá langaði að komast á séns með ömmum ykkar. Við hin vitum að popp er merkilegasta menningarafurð síðustu aldar. Eða, hvor haldið þið að muni prýða síður sögubókanna eftir 100 ár, Björk eða Atli Heimir Sveinsson? Jón Leifs eða Sigur Rós? Hvor ber hróður landsins lengra? Skilgreiningin í há- og lágmenningu eru landamæri sköpuð af fordómum og hroka. Tónlist hreyfir við fólki, eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort hún sé popp, klassík eða kántrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson trúir ekki að hægt sé að skipta tónlist í há- og lágmenninguPoppmenning hefur aldrei notið virðingar hér á landi. Ef menn svamla í henni, hvort sem það er við gerð tónlistar eða kvikmyndagerðarlistar, þurfa þeir annað hvort að sætta sig við að synda á móti straumi eða brenna út sem þrælar ölmenningarinnar.Einu sinni vann ég hjá dagblaði hér í bæ þar sem ritstjórarnir skiptu hugarfóstrum landsbúa blygðunarlaust í há- og lágmenningu. Ég áttaði mig aldrei á eftir hvaða reglustriku þeir mældu í þeim efnum, og geri ekki enn. Sérstaklega ekki þegar blaðamönnum var skipað að nú væri Björk "okkar" Guðmundsdóttir búin að sanna sig og því ætti að fjalla um hana á "menningarsíðunum" hér eftir í stað popphluta blaðsins sem hafði fylgst með ferli hennar frá upphafi. Eins og það væri einhver leið til þess að votta henni virðingu að láta menn sem fylgdust ekkert með raftónlist né poppi fjalla um afurðir hennar? Álíka jafn skynsamlegt og að láta mig skrifa um íþróttir, pólitík, bíla... já eða bara klassíska tónlist.Málið er einfalt. Eldri hluti þjóðarinnar lítur niður á popp. Eins og sú sköpun sé eitthvað ómerkilegri en sköpun þeirra sem semja fyrir hámenntaða tónlistarflytjendur. Gamla Ísland er enn við ritstjórnarvöllinn og fyrir þeim er popp eitthvað sem nýttist þeim bara þegar þá langaði að komast á séns með ömmum ykkar. Við hin vitum að popp er merkilegasta menningarafurð síðustu aldar. Eða, hvor haldið þið að muni prýða síður sögubókanna eftir 100 ár, Björk eða Atli Heimir Sveinsson? Jón Leifs eða Sigur Rós? Hvor ber hróður landsins lengra? Skilgreiningin í há- og lágmenningu eru landamæri sköpuð af fordómum og hroka. Tónlist hreyfir við fólki, eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort hún sé popp, klassík eða kántrí.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun