Milljarðatugir í húfi 17. júlí 2004 00:01 Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. "Ein regla sem Bretar eru að sjá er að ef starfsemin er skilvirk og hluti hennar boðinn út þá ná stjórnvöld að minnsta kosti 15 prósenta sparnaði," segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um mögulegan sparnað í rekstri opinberra stofnana. Þór segir nokkur atriði sem gott sé að hafa í huga þegar kemur að því að tryggja skilvirkni stofnana og sparnað í rekstri þeirra. "Það er alltaf talað um hvað eigi að gera við þessar stofnanir sem fara ár eftir ár fram úr. Nú er búið að leggja til að það sé auðveldara að segja upp almennum starfsmönnum ríkisins. Við teljum að það sé mjög eðlilegt að það séu líka aukið svigrúm til að segja upp forstöðumönnum stofnana standi þeir ekki sína plikt," segir Þór og bætir við að breyta ætti lögum þannig að enginn vafi leiki á að "ef forstöðumenn eru með framúrkeyrslu ár eftir ár, eru áskrifendur að umframfjárlögum, þá eigi að vera hægt að segja þeim upp". Annað sem málið snýr að eru stofnanirnar sjálfar. "Það hefur gengið langbest að fækka stofnunum. Þær eignast sitt eigið líf oft á tíðum," segir Þór. Þór segir erfitt að tiltaka ákveðna tölu um ákveðinn sparnað þar sem sumar stofnanir séu vel reknar og haldið innan fjárheimilda meðan aðrar keyri aftur og aftur fram úr fjárlögum. "Á stofnanaþættinum gæti þetta verið allt að tuttugu milljarðar. Það gæti náðst slíkur sparnaður ef það yrði farið í þetta ferli. "Viðskiptalífið er að gera þetta hvern einasta dag. Ef þetta væri Íslands hf.: Hvað myndum við gera til að ná endum saman? Það er ekkert endilega að það þurfi að hækka skatta heldur má skoða miklu fremur gjöldin. Þar má gera mikið, mikið betur. Það er bara ekki í tísku núna, því miður, að fást við útgjöld," segir Þór. Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. "Ein regla sem Bretar eru að sjá er að ef starfsemin er skilvirk og hluti hennar boðinn út þá ná stjórnvöld að minnsta kosti 15 prósenta sparnaði," segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um mögulegan sparnað í rekstri opinberra stofnana. Þór segir nokkur atriði sem gott sé að hafa í huga þegar kemur að því að tryggja skilvirkni stofnana og sparnað í rekstri þeirra. "Það er alltaf talað um hvað eigi að gera við þessar stofnanir sem fara ár eftir ár fram úr. Nú er búið að leggja til að það sé auðveldara að segja upp almennum starfsmönnum ríkisins. Við teljum að það sé mjög eðlilegt að það séu líka aukið svigrúm til að segja upp forstöðumönnum stofnana standi þeir ekki sína plikt," segir Þór og bætir við að breyta ætti lögum þannig að enginn vafi leiki á að "ef forstöðumenn eru með framúrkeyrslu ár eftir ár, eru áskrifendur að umframfjárlögum, þá eigi að vera hægt að segja þeim upp". Annað sem málið snýr að eru stofnanirnar sjálfar. "Það hefur gengið langbest að fækka stofnunum. Þær eignast sitt eigið líf oft á tíðum," segir Þór. Þór segir erfitt að tiltaka ákveðna tölu um ákveðinn sparnað þar sem sumar stofnanir séu vel reknar og haldið innan fjárheimilda meðan aðrar keyri aftur og aftur fram úr fjárlögum. "Á stofnanaþættinum gæti þetta verið allt að tuttugu milljarðar. Það gæti náðst slíkur sparnaður ef það yrði farið í þetta ferli. "Viðskiptalífið er að gera þetta hvern einasta dag. Ef þetta væri Íslands hf.: Hvað myndum við gera til að ná endum saman? Það er ekkert endilega að það þurfi að hækka skatta heldur má skoða miklu fremur gjöldin. Þar má gera mikið, mikið betur. Það er bara ekki í tísku núna, því miður, að fást við útgjöld," segir Þór.
Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira