Alþingi ræðir frumvarp um afnám 20. júlí 2004 00:01 Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira
Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira