Málskotsréttur forsetans afnuminn? 21. júlí 2004 00:01 Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent