Hættu þá að moka 23. júlí 2004 00:01 "Orðtakið segir: "Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka!" Með öðrum orðum, gerðu ekki illt verra, málaðu ekki skrattann á vegginn. Þessi fleygu orð féllu í hátíðarræðu Davíðs Oddssonar á Austurvelli árið 2001 þegar hann ræddi um efnahagsvanda og átök á vinnumarkaði. Þau urðu í framhaldinu til þess að orðtakasérfræðingar landsins þurftu að dusta rykið af ölum sínum fræðibókum en gátu þó ekki fundið dæmi um þetta orðtak. Eflaust hefur ráðherrann haft gaman af vangaveltunum alþýðunnar og fræðimanna, enda er orðtakið gott, bæði gegnsætt og myndrænt. Það er eðli góðra orðtaka að vera almenn og geta átt við ólíkar kringumstæður. Það gildir líka um orðtak forsætisráðherra um holugröftinn. Það vísar ekki síður til hins pólitíska veruleika en hins efnahagslega. Þessa dagana gengur efnahagsstjórnin bærilega þótt vissulega séu blikur á lofti í fjarska, en vandamál ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar eru hins vegar fyrst og fremst pólitísks eðlis. Hin pólitísku ágreiningsefni hafa síðustu misseri frekar snúist um stjórnarhætti, stjórnunarstíl og lýðræði en efnahagsmál. Á því sviði hefur ríkisstjórnin setið undir harðri gagnrýni og hvert málið á fætur öðru verið keyrt fram þrátt fyrir hávær mótmæli í samfélaginu og þrátt fyrir víðtækar efasemdir um að slíkt stæðist ýmis ákvæði í stjórnarskrá eða aðrar grundvallarreglur sem tryggja eiga réttindi borgaranna. Meirihlutinn hýtur auðvitað að ráða, en það er hins vegar grundvallaratriði lýðræðishugsjónarinnar að tryggja að ekki verði vaðið yfir réttindi minnihlutans. Það má því segja að íslenska ríkisstjórnin og meirihutinn á bak við hana á Alþingi hafi staðið í pólitískum holugreftri upp á síðkastið þar sem áherslan hefur færst yfir á vinnubrögð skilyrðislauss meirihlutaræðis. Þetta er áherslubreyting í átt til stjórnlyndis og kemur að sumu leyti á óvart, því báðir stjórnarflokkarnir byggja tilvist sína á hefðbundinni borgaralegri frjálslyndisstefnu. Nú síðast birtist þetta í fjölmiðlamálinu. En fleiri mál sem fóru í gegnum þingið á vordögum orka verulegs tvímælis. Útlendingalögin þar sem fólki yngra en 24 ára getur ekki fengið dvalarleyfi í landinu þótt það giftist manneskju sem býr hér voru mjög umdeild. Þar var um þverpólitíska andstöðu að ræða þar sem ungliðasamtök flokkanna voru áberandi. Í því máli vegast á lögregluhagsmunir vegna rannsókna á hugsanlegum nauðungarhjónaböndum annars vegar og svo hins vegar sjálfsögð mannréttindi ungra einstaklinga að eiga möguleika á að ganga í hjónaband og búa í landinu. Íslenska meirihlutavaldið kaus lögregluhagsmunina. Slíkt gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér líkt og er að gerast í Danmörku þar sem svipuð lög (fyrirmyndin) eru í gildi. Þar í landi hafa nú risið heitar pólitískar deilur um málið í kjölfar þess að spænski lagaprófessorinn og sérfræðingurinn í mannréttindum, Alvaro Gil-Robles, hefur fyrir hönd Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins sagt dönsku lögin brjóta gegn mannréttindum. Í kjölfar skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins og þeirrar gagnrýni sem henni tengist, hefur Bertel Haarders, dómsmálaráðherra Dana, sagt að hann telji skýrsluna einungis vera pólitískt ráðgefandi og auk þess komi ekki fram í henni berum orðum að innflytjendalögin brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Morgunblaðið hefur fjallað um þetta mál síðustu daga og spyr síðan Björn Bjarnason um málið í gær. Það kemur ekki á óvart að Björn tekur nákvæmlega sama pól í hæðina og Haarders og afgreiðir skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins sem pólitíska ráðgjöf auk þess sem það standi ekki í skýrslunni að Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið brotinn. Sorglega lítið hefur verið fjallað um þetta mál í íslenskum fjölmiðlum, en það er hins vegar forvitnilegt að sjá að á vefsíðu Danmarks Radio þann 14. júlí sl. er einmitt viðtal við Alvaro Gil-Robels um þessi viðbrögð danska ráðherrans, þar sem hann segir kurteisi ráða því að ekki hafi verið notað það orðalag að Danmörk væri að brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu. Engum sem læsi skýrsluna ætti þó að dyljast að sú sé raunin. Jafnframt virðist hann nokkuð undrandi á þeirri túlkun að um pólitíska ráðgjöf sé að ræða, því hann segir skýrsluna vera algerlega unna á faglegum grundvelli lögfræðinnar. Danski dómsmálaráðherrann segir hins vegar í þessari sömu frétt að ef Mannréttindastofnunin telji að Mannréttindasáttmálinn hafi verið brotinn þá eigi hún einfaldlega að segja það berum orðum. Þegar eru kærumál frá Danmörku á leiðinni fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg og greinilegt af umræðunni þar í landi að málið gæti haft miklar pólitískar afleiðingar. Nákvæmlega sama framtíð gildir um Ísland, þar sem stjórnvöld væru þá enn einu sinni komin í pólitíska vörn fyrir stjórnlyndar aðgerðir sem taldar eru ógna borgaralegu samfélagi og mannréttindum. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sjálfsmynd tveggja stjórnmálaflokka sem hvor með sínum hætti skilgreina sig út frá klassísku frjálslyndi. Því verður seint trúað að þetta sé hola sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja hreiðra um sig í. En vilji þeir ekki vera ofan í henni, verða þeir einfaldlega að hætta að moka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
"Orðtakið segir: "Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka!" Með öðrum orðum, gerðu ekki illt verra, málaðu ekki skrattann á vegginn. Þessi fleygu orð féllu í hátíðarræðu Davíðs Oddssonar á Austurvelli árið 2001 þegar hann ræddi um efnahagsvanda og átök á vinnumarkaði. Þau urðu í framhaldinu til þess að orðtakasérfræðingar landsins þurftu að dusta rykið af ölum sínum fræðibókum en gátu þó ekki fundið dæmi um þetta orðtak. Eflaust hefur ráðherrann haft gaman af vangaveltunum alþýðunnar og fræðimanna, enda er orðtakið gott, bæði gegnsætt og myndrænt. Það er eðli góðra orðtaka að vera almenn og geta átt við ólíkar kringumstæður. Það gildir líka um orðtak forsætisráðherra um holugröftinn. Það vísar ekki síður til hins pólitíska veruleika en hins efnahagslega. Þessa dagana gengur efnahagsstjórnin bærilega þótt vissulega séu blikur á lofti í fjarska, en vandamál ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar eru hins vegar fyrst og fremst pólitísks eðlis. Hin pólitísku ágreiningsefni hafa síðustu misseri frekar snúist um stjórnarhætti, stjórnunarstíl og lýðræði en efnahagsmál. Á því sviði hefur ríkisstjórnin setið undir harðri gagnrýni og hvert málið á fætur öðru verið keyrt fram þrátt fyrir hávær mótmæli í samfélaginu og þrátt fyrir víðtækar efasemdir um að slíkt stæðist ýmis ákvæði í stjórnarskrá eða aðrar grundvallarreglur sem tryggja eiga réttindi borgaranna. Meirihlutinn hýtur auðvitað að ráða, en það er hins vegar grundvallaratriði lýðræðishugsjónarinnar að tryggja að ekki verði vaðið yfir réttindi minnihlutans. Það má því segja að íslenska ríkisstjórnin og meirihutinn á bak við hana á Alþingi hafi staðið í pólitískum holugreftri upp á síðkastið þar sem áherslan hefur færst yfir á vinnubrögð skilyrðislauss meirihlutaræðis. Þetta er áherslubreyting í átt til stjórnlyndis og kemur að sumu leyti á óvart, því báðir stjórnarflokkarnir byggja tilvist sína á hefðbundinni borgaralegri frjálslyndisstefnu. Nú síðast birtist þetta í fjölmiðlamálinu. En fleiri mál sem fóru í gegnum þingið á vordögum orka verulegs tvímælis. Útlendingalögin þar sem fólki yngra en 24 ára getur ekki fengið dvalarleyfi í landinu þótt það giftist manneskju sem býr hér voru mjög umdeild. Þar var um þverpólitíska andstöðu að ræða þar sem ungliðasamtök flokkanna voru áberandi. Í því máli vegast á lögregluhagsmunir vegna rannsókna á hugsanlegum nauðungarhjónaböndum annars vegar og svo hins vegar sjálfsögð mannréttindi ungra einstaklinga að eiga möguleika á að ganga í hjónaband og búa í landinu. Íslenska meirihlutavaldið kaus lögregluhagsmunina. Slíkt gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér líkt og er að gerast í Danmörku þar sem svipuð lög (fyrirmyndin) eru í gildi. Þar í landi hafa nú risið heitar pólitískar deilur um málið í kjölfar þess að spænski lagaprófessorinn og sérfræðingurinn í mannréttindum, Alvaro Gil-Robles, hefur fyrir hönd Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins sagt dönsku lögin brjóta gegn mannréttindum. Í kjölfar skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins og þeirrar gagnrýni sem henni tengist, hefur Bertel Haarders, dómsmálaráðherra Dana, sagt að hann telji skýrsluna einungis vera pólitískt ráðgefandi og auk þess komi ekki fram í henni berum orðum að innflytjendalögin brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Morgunblaðið hefur fjallað um þetta mál síðustu daga og spyr síðan Björn Bjarnason um málið í gær. Það kemur ekki á óvart að Björn tekur nákvæmlega sama pól í hæðina og Haarders og afgreiðir skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópuráðsins sem pólitíska ráðgjöf auk þess sem það standi ekki í skýrslunni að Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið brotinn. Sorglega lítið hefur verið fjallað um þetta mál í íslenskum fjölmiðlum, en það er hins vegar forvitnilegt að sjá að á vefsíðu Danmarks Radio þann 14. júlí sl. er einmitt viðtal við Alvaro Gil-Robels um þessi viðbrögð danska ráðherrans, þar sem hann segir kurteisi ráða því að ekki hafi verið notað það orðalag að Danmörk væri að brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu. Engum sem læsi skýrsluna ætti þó að dyljast að sú sé raunin. Jafnframt virðist hann nokkuð undrandi á þeirri túlkun að um pólitíska ráðgjöf sé að ræða, því hann segir skýrsluna vera algerlega unna á faglegum grundvelli lögfræðinnar. Danski dómsmálaráðherrann segir hins vegar í þessari sömu frétt að ef Mannréttindastofnunin telji að Mannréttindasáttmálinn hafi verið brotinn þá eigi hún einfaldlega að segja það berum orðum. Þegar eru kærumál frá Danmörku á leiðinni fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg og greinilegt af umræðunni þar í landi að málið gæti haft miklar pólitískar afleiðingar. Nákvæmlega sama framtíð gildir um Ísland, þar sem stjórnvöld væru þá enn einu sinni komin í pólitíska vörn fyrir stjórnlyndar aðgerðir sem taldar eru ógna borgaralegu samfélagi og mannréttindum. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sjálfsmynd tveggja stjórnmálaflokka sem hvor með sínum hætti skilgreina sig út frá klassísku frjálslyndi. Því verður seint trúað að þetta sé hola sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja hreiðra um sig í. En vilji þeir ekki vera ofan í henni, verða þeir einfaldlega að hætta að moka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun