Minni þreifingar í Evrópuátt 15. ágúst 2004 00:01 Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent