Sagðist verða flokknum erfið 18. ágúst 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent