Starfið mitt 20. ágúst 2004 00:01 <>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt." Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
<>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt."
Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira