Reynslulausir í spillingarmálum 2. september 2004 00:01 Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent