Karlkonur í stjórnmálum 2. september 2004 00:01 Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira