Vill opinbera rannsókn á Línu.Neti 6. september 2004 00:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent