Þriðjungur nyti ekki skattalækkana 10. september 2004 00:01 Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent