Davíð kannast ekki við skilyrði 11. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira