Ný ríkisstjórn tekur við 15. september 2004 00:01 Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira