Innlent

Höfnuðu lokaútspili kennara

Grunnskólakennarar segja Launanefnd sveitarfélaga hafa hafnað lokaútspili kennara um skammtímasamning og þar með sé sú hugmynd ekki lengur á borðinu. Á heimasíðu Kennarasambands Íslands segir að kennarar hafi um hádegi í gær lagt fram tilboð um skammtímasamning til loka skólaársins. Kennarar telja að hann hefði þýtt 15 -16 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin þar af um 6,6 prósent vegna hækkunar launa en afgangurinn vegna vinnutímabreytinga o.fl. "Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu lokaútspili kennara og og þar með er þessi hugmynd ekki lengur á borðinu. Um klukkan 21:30 var viðræðum slitið þar sem fullreynt þótti að of mikið bæri á milli samningsaðila til að samkomulag gæti tekist að sinni. Næsti fundur aðila er boðaður næstkomandi fimmtudagsmorgun kl. 9:00. Boðað verkfall grunnskólakennara hefst því í fyrramálið. Það tekur til um 4.500 grunnskólakennara um land allt," segir á heimasíðu KÍ. Í fyrramálið verður opnuð verkfallsmiðstöð KFR og KMSK í gamla „Karphúsinu“ við Borgartún 22.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×