Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 19:46 Guðrún Hafsteinsdóttir telur að fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að skýra afstöðu sína í máli Yazans Tamimi en afskipti hans höfðu þau áhrif að brottför hans og fjölskyldu hans úr landi var stöðvuð. Vísir/Sigurjón Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira