Innlent

Munur á launum kennara eftir kyni

Karlkyns kennarar hafa að meðaltali liðlega 12 þúsund króna hærri dagvinnulaun en starfssystur þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ástæðurnar vera þrennar. Meðalaldur karlmanna í kennarastéttinni sé hærri, fleiri þeirra séu stjórnendur og munurinn sé að einhverju leiti kynbundinn. "Hvernig launamunurinn skiptist á milli flokkanna get ég ekki sagt til um. Kynbundinn launamunur er hins vegar mun minni hjá kennarastéttinni en víða annars staðar.Kynbundinn launamunur í þjóðfélaginu á ekki að vera neinn. Við kennarar erum því með það í okkar launakröfum að afnema launapottinn svo launahækkanir dreifist jafnt á alla," segir Eiríkur. Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna hefur tekið saman að meðallaun kennarahóps Reykjavíkurborgar hafi verið ríflega 225 þúsund krónur hjá karlmönnum í desember en tæplega 213 krónur hjá konum. Eiríkur segir tölurnar ekki einungis sýna laun grunnskólakennara heldur séu laun skólastjórnenda einnig reiknuð í tölunar: "Þegar við báðum Kjararannsóknarnefndina að aðgreina skólastjórnendur frá kennurum lækkuðu meðallaun allrar stéttarinnar úr 215 þúsundum í 210 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×