Menning

Saltfiskur og suðræn stemmning

Spænskir matar- og víndagar standa yfir á veitingastaðnum SiggiHall á Óðinsvéum þar sem boðið er upp á spænskan matseðil ásamt spænskum vínum frá Rioja. Á matseðlinum er meðal annars að finna saltfiskbollur og pönnusteiktan saltfisk en Spánverjar hafa löngum verið þekktir fyrir dálæti sitt á saltfiski. Dagarnir eru haldnir í tilefni heimsóknar Maríu Martinez til landsins, en er hún ein þekktasta víngerðarkona heims og hefur í þrjá áratugi stýrt vínhúsinu Bodegas Montecillo í Rioja sem er helsta víngerðarsvæði Spánar. Montecillo-vín verða í boði með matseðlinum auk þess sem matargestum er boðið upp á Osborne-sérrí við komu og með eftirrétti kvöldsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×