Yoko vill friðarsúlu í Reykjavík 5. október 2004 00:01 Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira