Hvetur fólk til meiri vinnu 5. október 2004 00:01 Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira