Silfur á netinu 7. október 2004 00:01 7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun