Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar 9. október 2004 00:01 "Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira