Óþolinmóðir innheimtumenn 10. október 2004 00:01 Vonandi eru þeir einhverjir sem staldra við og spyrja hvort það sé eðlilegt að fjögurra mánaða vanskil á leigugjaldi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar eigi að leiða til þess að fjölskyldufólki sé tilkynnt um útburð með lögregluvaldi. Frá dæmi af þessu tagi skýrir Ögmundur Jónasson alþingismaður á heimasíðu sinni á netinu eins og lesa mátti hér í Fréttablaðinu í gær. Ögmundur hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að vera einn fárra stjórnmálamanna sem telja ómaksins vert að taka upp hanskann fyrir fólk sem virðist eiga fáa málsvara í hörðum heimi íslenskrar efnishyggju. Um það þarf ekki að deila að fólk á að greiða reikningana sína. Vanskil eins leiða jafnan til vandræða annarra. En það eru margvíslegar ástæður aðrar en hyskni og óráðvendni sem valda því að fólk kemst á glapstigu vanskila; atvik sem menn ráða ekki við, geðræn og félagsleg vandamál. Velferðarríki sem rís undir nafni á að hjálpa fólki sem lendir í slíkum aðstæðum og bjóða upp á markviss úrræði en ekki hálfkák. Því miður virðist sem í þjóðfélagi okkar gæti æ meiri óþolinmæði í garð þess fólks sem ekki er samstíga fjöldanum í lífsgæðakapphlaupinu. Ein birtingarmynd þess er sú innheimtumenning sem virðist vera farin að gegnsýra samfélagið. Þá er ekki átt við aðferðir handrukkara sem eru sér kapítuli og afar ógeðfelldur neðanjarðar. Hér er verið að tala um fína menn í jakkafötum og á jeppum. Líklega á ekkert þjóðfélag í víðri veröld jafn marga og jafn hámenntaða innheimtumenn – rukkara – og okkar. Þetta er upp til hópa gott og sómakært fólk en gera þarf alvarlega athugasemd við vinnubrögð og framgöngu ýmissa manna í stéttinni gagnvart alþýðu manna. Taxtinn sem rukkararnir setja upp telst líklega vera í samræmi við langa skólagöngu og eigið mat á virðingarstöðu í þjóðfélaginu – en sannleikurinn er sá að hann er oftar en ekki uppi í skýjunum frá sjónarhóli almenns launafólks, hvað þá óheppnustu „viðskiptavinanna“, atvinnuleysingja, öryrkja og annarra bótaþega; það fólk skilur hvorki hagfræðina né siðferðið í innheimtureikningum stéttarinnar. Texti innheimtubréfanna dregur svo dám af taxtanum, skilaboðin eru iðulega sett fram með hranalegum og jafnvel óhefluðum hætti og skilmálarnir oft ósveigjanlegir. Verra er þó hvernig hugarfar þessarar innheimtumenningar, þótti og óbilgirni, hefur smám saman verið að skjóta rótum í stofnunum þjóðfélagsins þar sem samfélagsleg gildi voru áður ríkjandi, svo sem í skólum og á sjúkrahúsum og jafnvel hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna. Nemanda í opinberum framhaldsskóla, sem ekki hefur greitt námsgjald á eindaga, er til dæmis tilkynnt um sviptingu skólavistar án frekari viðvörunar. Í stað þess að tala við fólk og hjálpa því eru skrifuð hótunarbréf og sé þeim ekki sinnt er hringt í fógeta og lögreglu. Allt of mikill tími dómstólanna fer í málavafstur hinna stóru og sterku á hendur hinum veiku og smáu. Í stað þess að einbeita sér að afleiðingunum þarf þjóðfélagið að leita að orsökunum og lagfæravandann þar sem rót hans er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Vonandi eru þeir einhverjir sem staldra við og spyrja hvort það sé eðlilegt að fjögurra mánaða vanskil á leigugjaldi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar eigi að leiða til þess að fjölskyldufólki sé tilkynnt um útburð með lögregluvaldi. Frá dæmi af þessu tagi skýrir Ögmundur Jónasson alþingismaður á heimasíðu sinni á netinu eins og lesa mátti hér í Fréttablaðinu í gær. Ögmundur hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að vera einn fárra stjórnmálamanna sem telja ómaksins vert að taka upp hanskann fyrir fólk sem virðist eiga fáa málsvara í hörðum heimi íslenskrar efnishyggju. Um það þarf ekki að deila að fólk á að greiða reikningana sína. Vanskil eins leiða jafnan til vandræða annarra. En það eru margvíslegar ástæður aðrar en hyskni og óráðvendni sem valda því að fólk kemst á glapstigu vanskila; atvik sem menn ráða ekki við, geðræn og félagsleg vandamál. Velferðarríki sem rís undir nafni á að hjálpa fólki sem lendir í slíkum aðstæðum og bjóða upp á markviss úrræði en ekki hálfkák. Því miður virðist sem í þjóðfélagi okkar gæti æ meiri óþolinmæði í garð þess fólks sem ekki er samstíga fjöldanum í lífsgæðakapphlaupinu. Ein birtingarmynd þess er sú innheimtumenning sem virðist vera farin að gegnsýra samfélagið. Þá er ekki átt við aðferðir handrukkara sem eru sér kapítuli og afar ógeðfelldur neðanjarðar. Hér er verið að tala um fína menn í jakkafötum og á jeppum. Líklega á ekkert þjóðfélag í víðri veröld jafn marga og jafn hámenntaða innheimtumenn – rukkara – og okkar. Þetta er upp til hópa gott og sómakært fólk en gera þarf alvarlega athugasemd við vinnubrögð og framgöngu ýmissa manna í stéttinni gagnvart alþýðu manna. Taxtinn sem rukkararnir setja upp telst líklega vera í samræmi við langa skólagöngu og eigið mat á virðingarstöðu í þjóðfélaginu – en sannleikurinn er sá að hann er oftar en ekki uppi í skýjunum frá sjónarhóli almenns launafólks, hvað þá óheppnustu „viðskiptavinanna“, atvinnuleysingja, öryrkja og annarra bótaþega; það fólk skilur hvorki hagfræðina né siðferðið í innheimtureikningum stéttarinnar. Texti innheimtubréfanna dregur svo dám af taxtanum, skilaboðin eru iðulega sett fram með hranalegum og jafnvel óhefluðum hætti og skilmálarnir oft ósveigjanlegir. Verra er þó hvernig hugarfar þessarar innheimtumenningar, þótti og óbilgirni, hefur smám saman verið að skjóta rótum í stofnunum þjóðfélagsins þar sem samfélagsleg gildi voru áður ríkjandi, svo sem í skólum og á sjúkrahúsum og jafnvel hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna. Nemanda í opinberum framhaldsskóla, sem ekki hefur greitt námsgjald á eindaga, er til dæmis tilkynnt um sviptingu skólavistar án frekari viðvörunar. Í stað þess að tala við fólk og hjálpa því eru skrifuð hótunarbréf og sé þeim ekki sinnt er hringt í fógeta og lögreglu. Allt of mikill tími dómstólanna fer í málavafstur hinna stóru og sterku á hendur hinum veiku og smáu. Í stað þess að einbeita sér að afleiðingunum þarf þjóðfélagið að leita að orsökunum og lagfæravandann þar sem rót hans er.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun