Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt 13. október 2004 00:01 Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira