Hörkulið í Silfrinu á sunnudag 15. október 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun