Stjórnin finni til ábyrgðar 15. október 2004 00:01 Ekki er í sjónmáli að takist að leysa verkfall grunnskólakennara. Það ástand sem er í þjóðfélaginu vegna verkfallsins er óviðunandi. Ekki bara fyrir kennara og sveitarfélögin heldur þjóðfélagið í heild. Samúð með málstað kennara hefur farið vaxandi í samfélaginu. Almennt geta menn verið sammála um að þeir sinni krefjandi og mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Menntun skipar stöðugt stærri sess í samfélaginu og mikilvægi hennar er óvíða dregið í efa. Almennt er einnig viðurkennt að laun kennara séu lág og þau þurfi að hækka. Víðtækur skilningur er einnig á því að sveitarfélögin ráði illa við að greiða þau laun sem farið er fram á í kröfu kennara. Vandamálið liggur því nokkuð skýrt fyrir og en einhverja breytu þarf í viðbót til að finna lausnina. Við þessar kringumstæður verður ekki séð að ríkisstjórnin geti setið hjá og látið eins og sér komi deilan ekki við. Gera verður þá kröfu til menntamálaráðherra og forsætisráðherra að þeir beiti sér í deilunni. Skiljanlegt er að á fyrstu stigum deilunnar hafi ríkisvaldið haldið sig til hlés. Nú er hins vegar að verða fullreynt á þeim forsendum sem liggja fyrir. Nýtt útspil þarf að koma til. Sveitarfélögin tókust á hendur gríðarlegt verkefni þegar grunnskólinn var fluttur til þeirra. Samhliða hefur verið staðið yfir ferli sem leiða á til fækkunar og stækkunar sveitarfélaganna. Flutningur grunnskólans ýtti á eftir þessari þróun þar sem smærri sveitarfélög réðu einfaldlega ekki við verkefnið. Við núverandi kringumstæður má spyrja sig hvort flutningur grunnskólans hafi verið of snemma á ferðinni miðað við samrunaþróun sveitarfélaganna. Fleira ætti að gera það að verkum að ríkisvaldið finni til ábyrgðar. Sjálft gerði ríkið samninga við framhaldskólakennara og aðrar háskólamenntaðar stéttir. Ekki er ósanngjarnt að grunnskólakennarar leiti samsvörunar í kjörum þeirra sem hafa svipaða menntun og ábyrgð. Ef sveitarfélögin ráða ekki við að mæta þeim samanburði sem ríkið hefur skapað þarf að endurskoða stærð þeirra og tekjustofna. Þetta eru viðamikil verkefni og verða ekki leyst í einu vetfangi. Forysta kennara þarf líka að líta í eigin barm. Efast má um tímasetningu verkfalls. Leikskólakennarar eru með lausa samninga og sambærilegar stéttir við grunnskólakennara munu brátt setjast að samningaborðinu. Þetta skapar þrýsting við samningaborðið sem grunnskólakennarar gætu vel verið án. Skammtímasamningur, án þess að hengt væri of mikið af hliðarkröfum á hann, hefði hugsanlega skapað tíma til að leysa úr þeim grundvallarvanda sem blasir við að leysa í deilunni. Staða efnahagsmála er vissulega einnig áhyggjuefni viðsemjenda kennara. Heyrst hafa raddir stjórnarþingmanna um að kjarabætur kennara muni ýta undir þenslu og verðbólgu. Þær raddir verða hjáróma þegar fjárlög og skattalækkunartillögur senda út skilaboð til samfélagsins um að ekki sé mikil ástæða til að óttast þenslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ekki er í sjónmáli að takist að leysa verkfall grunnskólakennara. Það ástand sem er í þjóðfélaginu vegna verkfallsins er óviðunandi. Ekki bara fyrir kennara og sveitarfélögin heldur þjóðfélagið í heild. Samúð með málstað kennara hefur farið vaxandi í samfélaginu. Almennt geta menn verið sammála um að þeir sinni krefjandi og mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Menntun skipar stöðugt stærri sess í samfélaginu og mikilvægi hennar er óvíða dregið í efa. Almennt er einnig viðurkennt að laun kennara séu lág og þau þurfi að hækka. Víðtækur skilningur er einnig á því að sveitarfélögin ráði illa við að greiða þau laun sem farið er fram á í kröfu kennara. Vandamálið liggur því nokkuð skýrt fyrir og en einhverja breytu þarf í viðbót til að finna lausnina. Við þessar kringumstæður verður ekki séð að ríkisstjórnin geti setið hjá og látið eins og sér komi deilan ekki við. Gera verður þá kröfu til menntamálaráðherra og forsætisráðherra að þeir beiti sér í deilunni. Skiljanlegt er að á fyrstu stigum deilunnar hafi ríkisvaldið haldið sig til hlés. Nú er hins vegar að verða fullreynt á þeim forsendum sem liggja fyrir. Nýtt útspil þarf að koma til. Sveitarfélögin tókust á hendur gríðarlegt verkefni þegar grunnskólinn var fluttur til þeirra. Samhliða hefur verið staðið yfir ferli sem leiða á til fækkunar og stækkunar sveitarfélaganna. Flutningur grunnskólans ýtti á eftir þessari þróun þar sem smærri sveitarfélög réðu einfaldlega ekki við verkefnið. Við núverandi kringumstæður má spyrja sig hvort flutningur grunnskólans hafi verið of snemma á ferðinni miðað við samrunaþróun sveitarfélaganna. Fleira ætti að gera það að verkum að ríkisvaldið finni til ábyrgðar. Sjálft gerði ríkið samninga við framhaldskólakennara og aðrar háskólamenntaðar stéttir. Ekki er ósanngjarnt að grunnskólakennarar leiti samsvörunar í kjörum þeirra sem hafa svipaða menntun og ábyrgð. Ef sveitarfélögin ráða ekki við að mæta þeim samanburði sem ríkið hefur skapað þarf að endurskoða stærð þeirra og tekjustofna. Þetta eru viðamikil verkefni og verða ekki leyst í einu vetfangi. Forysta kennara þarf líka að líta í eigin barm. Efast má um tímasetningu verkfalls. Leikskólakennarar eru með lausa samninga og sambærilegar stéttir við grunnskólakennara munu brátt setjast að samningaborðinu. Þetta skapar þrýsting við samningaborðið sem grunnskólakennarar gætu vel verið án. Skammtímasamningur, án þess að hengt væri of mikið af hliðarkröfum á hann, hefði hugsanlega skapað tíma til að leysa úr þeim grundvallarvanda sem blasir við að leysa í deilunni. Staða efnahagsmála er vissulega einnig áhyggjuefni viðsemjenda kennara. Heyrst hafa raddir stjórnarþingmanna um að kjarabætur kennara muni ýta undir þenslu og verðbólgu. Þær raddir verða hjáróma þegar fjárlög og skattalækkunartillögur senda út skilaboð til samfélagsins um að ekki sé mikil ástæða til að óttast þenslu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun