Skítakaffi og Svínastíur 18. október 2004 00:01 Stundum má sjá mig á harðahlaupum í miðbænum á flótta undan ógæfufólki sem er að sníkja af mér pening. Ég held það sjái úr fjarlægð hvað ég er aumingjagóður. Kannski gef ég of mikið færi á mér. Nú er hart í ári hjá þessu fólki, vetur sest að. Það er vont að vera timbraður og kaldur á morgnana. Ég á erfitt með að horfa upp á fólk sem lítur út fyrir að vera með deleríum tremens. Er kannski betra að gefa því fyrir bjór eða spritti? Það er furðulegt hvað það er mikið af ógæfufólki á sveimi hérna í miðbænum í Reykjavík. Það fer inn í búðirnar, segja kaupmennirnir mér, og reynir að ná sér í eitthvað dót til að koma í verð. Búðarfólkið þarf sífellt að vera á verði gagnvart þessu. Það sníkir. Varla er mikið upp úr því að hafa nú þegar allir eru komnir með kort. Sumir eru aðallega fyllibyttur en svo eru aðrir sem hafa skrifað utan á sér að þeir séu dópistar. Það drepst úti á götu - kona í búð sagði mér að um daginn hefði einn róninn náð að drepast sjö sinnum á leið niður Bankastrætið. Ég undrast oft hvað margt af þessu fólki virðist hjara - gleðst hálfpartinn þegar ég kem auga á einhvern rónann sem hefði átt að vera kominn undir græna torfu fyrir löngu. Einn útigangsmaður sem er búinn að vera árum saman á götunni á bróður sem er háttsettur í viðskiptalífinu. Róninn er miklu unglegri en bisnessmaðurinn - kannski er það bara af því hann er svona rjóður af langri útiveru meðan hinn hangir yfir tölvu. Löggan er ekki mikið að skipta sér af þessu. Stundum er á ferð roskinn lögreglumaður sem er afar vingjarnlegur við borgarana, mikill séntilmaður sem syngur í lögreglukórnum - þegar hann kemur gangandi fær maður þá tilfinningu að þetta sé kannski bara Kardimommubærinn. En hann hefur ekki mikinn fælingarmátt. Annars er bærinn eins og frísvæði fyrir ógæfufólkið, eiturfíkla og drykkjurúta. Fyrir nokkrum árum var þetta ógæfulið flæmt af Keisaranum, skuggalegri búllu á Hlemmi, og niður í sjálft hjarta miðbæjarins. Búllunni var lokað. Hún þótti spilla ásýnd Hlemmsins. Nú heldur það til á stað sem er steinsnar frá Austurvelli, Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Ráðhúsinu. Café Skítur heitir staðurinn í daglegu tali rónanna. Það er mikið á seyði þar frá morgni og fram eftir degi en yfirleitt rólegra á kvöldin, skilst mér. Þá eru fastagestirnir uppgefnir, enda flestir búnir að standa í harkinu síðan í bítið. Af einum manni heyrði ég sem var búinn að koma sér upp sínu eigin tólfsporakerfi. Hann fór inn á Café Skít og gekk tólf spor um staðinn - þá langaði hann ekki meira í brennivín. Kannski eru bæjarbúum fornu minnin bara svona kær. Það er umhugsunarverð skoðun að rónarnir í bænum séu minjar sem vert er að hlú að - að sögulega eigi þeir að vera þarna og hvergi annars staðar. Á nokkurn veginn sama stað og nú er Skítakaffið - það skeikar ekki nema nokkrum metrum - var eitt sinn staður sem hét í daglegu tali Svínastían. Þar duttu gjarnan út fylliraftar og ruslarapakk sem kútveltist í forinni á götunni fyrir framan. Þetta var í lok 19. aldar og þótti mikið sjónarspil í þá daga - mikið "show". Þarna var til dæmis í hópi gesta Benedikt Gröndal sem vildi helst drekka með spássíufólki þegar hann datt í það. Nú, hundrað árum og gífurlegum framförum síðar, virðist vera nokkuð svipað ástand í þessum hluta bæjarins. Maður tiplar þarna um milli rónanna sem betla af manni pening, sumir með frekju og þótta, aðrir auðmjúkir eða jafnvel beygðir. Bæjarbragurinn breytist kannski ekki svo mikið eftir allt... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Stundum má sjá mig á harðahlaupum í miðbænum á flótta undan ógæfufólki sem er að sníkja af mér pening. Ég held það sjái úr fjarlægð hvað ég er aumingjagóður. Kannski gef ég of mikið færi á mér. Nú er hart í ári hjá þessu fólki, vetur sest að. Það er vont að vera timbraður og kaldur á morgnana. Ég á erfitt með að horfa upp á fólk sem lítur út fyrir að vera með deleríum tremens. Er kannski betra að gefa því fyrir bjór eða spritti? Það er furðulegt hvað það er mikið af ógæfufólki á sveimi hérna í miðbænum í Reykjavík. Það fer inn í búðirnar, segja kaupmennirnir mér, og reynir að ná sér í eitthvað dót til að koma í verð. Búðarfólkið þarf sífellt að vera á verði gagnvart þessu. Það sníkir. Varla er mikið upp úr því að hafa nú þegar allir eru komnir með kort. Sumir eru aðallega fyllibyttur en svo eru aðrir sem hafa skrifað utan á sér að þeir séu dópistar. Það drepst úti á götu - kona í búð sagði mér að um daginn hefði einn róninn náð að drepast sjö sinnum á leið niður Bankastrætið. Ég undrast oft hvað margt af þessu fólki virðist hjara - gleðst hálfpartinn þegar ég kem auga á einhvern rónann sem hefði átt að vera kominn undir græna torfu fyrir löngu. Einn útigangsmaður sem er búinn að vera árum saman á götunni á bróður sem er háttsettur í viðskiptalífinu. Róninn er miklu unglegri en bisnessmaðurinn - kannski er það bara af því hann er svona rjóður af langri útiveru meðan hinn hangir yfir tölvu. Löggan er ekki mikið að skipta sér af þessu. Stundum er á ferð roskinn lögreglumaður sem er afar vingjarnlegur við borgarana, mikill séntilmaður sem syngur í lögreglukórnum - þegar hann kemur gangandi fær maður þá tilfinningu að þetta sé kannski bara Kardimommubærinn. En hann hefur ekki mikinn fælingarmátt. Annars er bærinn eins og frísvæði fyrir ógæfufólkið, eiturfíkla og drykkjurúta. Fyrir nokkrum árum var þetta ógæfulið flæmt af Keisaranum, skuggalegri búllu á Hlemmi, og niður í sjálft hjarta miðbæjarins. Búllunni var lokað. Hún þótti spilla ásýnd Hlemmsins. Nú heldur það til á stað sem er steinsnar frá Austurvelli, Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Ráðhúsinu. Café Skítur heitir staðurinn í daglegu tali rónanna. Það er mikið á seyði þar frá morgni og fram eftir degi en yfirleitt rólegra á kvöldin, skilst mér. Þá eru fastagestirnir uppgefnir, enda flestir búnir að standa í harkinu síðan í bítið. Af einum manni heyrði ég sem var búinn að koma sér upp sínu eigin tólfsporakerfi. Hann fór inn á Café Skít og gekk tólf spor um staðinn - þá langaði hann ekki meira í brennivín. Kannski eru bæjarbúum fornu minnin bara svona kær. Það er umhugsunarverð skoðun að rónarnir í bænum séu minjar sem vert er að hlú að - að sögulega eigi þeir að vera þarna og hvergi annars staðar. Á nokkurn veginn sama stað og nú er Skítakaffið - það skeikar ekki nema nokkrum metrum - var eitt sinn staður sem hét í daglegu tali Svínastían. Þar duttu gjarnan út fylliraftar og ruslarapakk sem kútveltist í forinni á götunni fyrir framan. Þetta var í lok 19. aldar og þótti mikið sjónarspil í þá daga - mikið "show". Þarna var til dæmis í hópi gesta Benedikt Gröndal sem vildi helst drekka með spássíufólki þegar hann datt í það. Nú, hundrað árum og gífurlegum framförum síðar, virðist vera nokkuð svipað ástand í þessum hluta bæjarins. Maður tiplar þarna um milli rónanna sem betla af manni pening, sumir með frekju og þótta, aðrir auðmjúkir eða jafnvel beygðir. Bæjarbragurinn breytist kannski ekki svo mikið eftir allt...
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun