Hugrekki til að fara nýjar leiðir 19. október 2004 00:01 Sjónarmið- Guðmundur Magnússon Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardaginn deildi flokksformaðurinn Össur Skarphéðinsson á sjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér kennaraverkfallið til að breiða út hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Ekki er hægt að skilja orð hans öðvuvísi en sem andstöðu við hugmyndir um tilraunir með einkarekstur í grunnskólakerfinu. Koma ummæli hans á óvart þegar haft er í huga að ekki er langt síðan formaðurinn vakti athygli fyrir pólitískt hugrekki með því að reifa hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Er hér vísað til ræðu hans á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra. Í ályktun þess fundar var hvatt til þess að leitað yrði nýrra leiða og fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðiskerfinu, svo sem með þjónustusamningum og einkaframkvæmd. Að ræðu Össurar á flokksstjórnarfundinum lokinni kom varaformaður flokksins og keppinautur hans um formennsku, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í ræðustól og kynnti hugmyndir starfshópa framtíðarnefndar flokksins sem hún stýrir. Athyglisvert er að að heyra að skólamálahópur Samfylkingarinnar virðist fullkomlega fordómalaus gagnvart hugmyndum um einkarekstur grunnskóla og gengur jafnvel lengra í vangaveltum á því sviði en menn hafa treyst sér til í öðrum stjórnmálaflokkum. Á milli hugmynda skólasérfræðinga Samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar virðist mikil gjá sem vafalaust á eftir að gefa pólitískum andstæðingum tilefni til að tala um neyðarlegt ósamræmi. Óljóst er hver afstaða varaformannsins, Ingibjargar Sólrúnar, er í þessu máli. Hún hefur jafnan verið talin lengra til vinstri í Samfylkingunni en formaðurinn. Sem borgarstjóri í Reykjavík greiddi hún ekki götu hugmynda um einkarekstur skóla. Sem þingmaður Kvennalistans fyrr á árum var hún eindreginn andstæðingur slíkra hugmynda. Fróðlegt væri að vita hvort viðhorf hennar í þessu efni hafa breyst. Ástæða er til að óska Samfylkingarfólki til hamingju með að þora að setja fram djarfar tillögur. Ekki er ósennilegt að í einhverjum öðrum stjórnmálaflokki hefðu menn fyrst viljað vita hvort leiðtogarnir gæfu grænt ljós á óhefðbundnar hugmyndir en hér virðast menn ekki hafa verið haldnir slíkri bælingu. Það er góðs viti. Kennaraverkfallið setur rekstur skólakerfisins í brennidepil ekkert síður en launakjör kennara. Auðvitað eiga kennarar að búa við góð starfskjör og vinnuaðstöðu en ólíklegt er að róttækar breytingar geti orðið til batnaðar á þeim sviðum fyrr en skólayfirvöld og stjórnmálaleiðtogar sýna sama hugrekki við að hugsa um og finna nýjar leiðir og skólamálasérfræðingarnir í framtíðarnefnd Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Sjónarmið- Guðmundur Magnússon Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardaginn deildi flokksformaðurinn Össur Skarphéðinsson á sjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér kennaraverkfallið til að breiða út hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Ekki er hægt að skilja orð hans öðvuvísi en sem andstöðu við hugmyndir um tilraunir með einkarekstur í grunnskólakerfinu. Koma ummæli hans á óvart þegar haft er í huga að ekki er langt síðan formaðurinn vakti athygli fyrir pólitískt hugrekki með því að reifa hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Er hér vísað til ræðu hans á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra. Í ályktun þess fundar var hvatt til þess að leitað yrði nýrra leiða og fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðiskerfinu, svo sem með þjónustusamningum og einkaframkvæmd. Að ræðu Össurar á flokksstjórnarfundinum lokinni kom varaformaður flokksins og keppinautur hans um formennsku, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í ræðustól og kynnti hugmyndir starfshópa framtíðarnefndar flokksins sem hún stýrir. Athyglisvert er að að heyra að skólamálahópur Samfylkingarinnar virðist fullkomlega fordómalaus gagnvart hugmyndum um einkarekstur grunnskóla og gengur jafnvel lengra í vangaveltum á því sviði en menn hafa treyst sér til í öðrum stjórnmálaflokkum. Á milli hugmynda skólasérfræðinga Samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar virðist mikil gjá sem vafalaust á eftir að gefa pólitískum andstæðingum tilefni til að tala um neyðarlegt ósamræmi. Óljóst er hver afstaða varaformannsins, Ingibjargar Sólrúnar, er í þessu máli. Hún hefur jafnan verið talin lengra til vinstri í Samfylkingunni en formaðurinn. Sem borgarstjóri í Reykjavík greiddi hún ekki götu hugmynda um einkarekstur skóla. Sem þingmaður Kvennalistans fyrr á árum var hún eindreginn andstæðingur slíkra hugmynda. Fróðlegt væri að vita hvort viðhorf hennar í þessu efni hafa breyst. Ástæða er til að óska Samfylkingarfólki til hamingju með að þora að setja fram djarfar tillögur. Ekki er ósennilegt að í einhverjum öðrum stjórnmálaflokki hefðu menn fyrst viljað vita hvort leiðtogarnir gæfu grænt ljós á óhefðbundnar hugmyndir en hér virðast menn ekki hafa verið haldnir slíkri bælingu. Það er góðs viti. Kennaraverkfallið setur rekstur skólakerfisins í brennidepil ekkert síður en launakjör kennara. Auðvitað eiga kennarar að búa við góð starfskjör og vinnuaðstöðu en ólíklegt er að róttækar breytingar geti orðið til batnaðar á þeim sviðum fyrr en skólayfirvöld og stjórnmálaleiðtogar sýna sama hugrekki við að hugsa um og finna nýjar leiðir og skólamálasérfræðingarnir í framtíðarnefnd Samfylkingarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun