50 ára íbúð í Vesturbænum 19. október 2004 00:01 Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Elskar að bera klúta Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Elskar að bera klúta Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira