Að vera bara einnar þjóðar 24. október 2004 00:01 Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar. Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar.
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“