Ný lög um fasteignasala 25. október 2004 00:01 "Nýju lögin eiga að skapa meira öryggi og festu á fasteignamarkaðnum. Þau gera stórauknar kröfur til menntunar og reynslu fasteignasala og við bindum miklar vonir við að það skili betri og traustari vinnubrögðum innan stéttarinnar," segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, um ný lög um fasteignasala sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Hann segir að nú verði stúdentspróf skilyrði til að komast á námskeið til löggildingar fasteignasala, svo og 12 mánaða starfsreynsla. Skipuð hafi verið prófnefnd sem móta muni sérstakt námskeið fyrir verðandi fasteignasala í samvinnu við Háskóla Íslands. Lögin rýmka líka reglur um stofnun útibúa. Nú má fasteignasala stofna útibú innan síns sveitarfélags, sem áður var bannað. Hins vegar hafa faglegar kröfur í útibúunum aukist með tilkomu laganna þannig að þar verður nú að vera starfandi löggiltur fasteignasali eins og á öðrum fasteignasölum. "Annars væri þetta bara eins og að koma á tannlæknastofu þar sem væri enginn tannlæknir," segir Björn Þorri til skýringar. Fyrirtæki í fasteignaviðskiptum þurfa að vera í eigu löggiltra fasteignasala, að minnsta kosti að meirihluta til, og lögin ná líka yfir meðferð fjármuna því hér eftir verður fé viðskiptavina haldið aðskildu frá eigin fé fasteignasölunnar. Þá kveða þau á um virkt eftirlit með fasteignaviðskiptum. Þriggja manna eftirlitsnefnd sem í eiga sæti lögmaður, endurskoðandi og löggiltur fasteignasali mun heimsækja allar fasteignasölur reglulega og hefur nefndin vald til að veita fasteignasölum áminningu, svipta þá löggildingu og jafnvel loka skrifstofum þeirra ef um alvarleg brot á viðskiptareglum er að ræða. "Við vonumst til að með nýju lögunum verði sú lausung sem viðgengist hefur í starfsmannahaldi í starfsgreininni einnig upprætt. Þar hefur verið talsvert um ágóðatengda verktakavinnu en nú verður hún í raun bönnuð." Hús og heimili Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
"Nýju lögin eiga að skapa meira öryggi og festu á fasteignamarkaðnum. Þau gera stórauknar kröfur til menntunar og reynslu fasteignasala og við bindum miklar vonir við að það skili betri og traustari vinnubrögðum innan stéttarinnar," segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, um ný lög um fasteignasala sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Hann segir að nú verði stúdentspróf skilyrði til að komast á námskeið til löggildingar fasteignasala, svo og 12 mánaða starfsreynsla. Skipuð hafi verið prófnefnd sem móta muni sérstakt námskeið fyrir verðandi fasteignasala í samvinnu við Háskóla Íslands. Lögin rýmka líka reglur um stofnun útibúa. Nú má fasteignasala stofna útibú innan síns sveitarfélags, sem áður var bannað. Hins vegar hafa faglegar kröfur í útibúunum aukist með tilkomu laganna þannig að þar verður nú að vera starfandi löggiltur fasteignasali eins og á öðrum fasteignasölum. "Annars væri þetta bara eins og að koma á tannlæknastofu þar sem væri enginn tannlæknir," segir Björn Þorri til skýringar. Fyrirtæki í fasteignaviðskiptum þurfa að vera í eigu löggiltra fasteignasala, að minnsta kosti að meirihluta til, og lögin ná líka yfir meðferð fjármuna því hér eftir verður fé viðskiptavina haldið aðskildu frá eigin fé fasteignasölunnar. Þá kveða þau á um virkt eftirlit með fasteignaviðskiptum. Þriggja manna eftirlitsnefnd sem í eiga sæti lögmaður, endurskoðandi og löggiltur fasteignasali mun heimsækja allar fasteignasölur reglulega og hefur nefndin vald til að veita fasteignasölum áminningu, svipta þá löggildingu og jafnvel loka skrifstofum þeirra ef um alvarleg brot á viðskiptareglum er að ræða. "Við vonumst til að með nýju lögunum verði sú lausung sem viðgengist hefur í starfsmannahaldi í starfsgreininni einnig upprætt. Þar hefur verið talsvert um ágóðatengda verktakavinnu en nú verður hún í raun bönnuð."
Hús og heimili Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira