Mjúk og bragðgóð 27. október 2004 00:01 Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst sleppa af því takinu og fela það öðrum. Fimm ár eru liðin síðan fulltrúar fyrirtækisins kynntu sér risarækjueldi í Nýja Sjálandi og hefur verið unnið að því statt og stöðugt síðan. Tilraunirnar lofa góðu, svo góðu raunar að Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, fullyrðir að risarækjurnar eigi eftir að slá í gegn þegar þær koma á markað. Úlfar matreiddi risarækjuna fyrir blaðamenn í gær og var það samdóma álit þeirra sem snæddu að bragðgóð væri hún. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir hana meira að segja alveg sérstaklega góða en hann er mikill rækjumaður og hefur borðað rækjur víða um heim."Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sérstaklega góðar," sagði Alfreð í gær. "Ég hef borðað svona risarækjur erlendis og ég verð að segja það að þessar virðast vera mýrki en útlenskar og bara betri í alla staði." Hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þetta væru bestu rækjur sem hann hefði bragðað um ævina. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, telur að risarækjueldið geti orðið blómleg atvinnugrein enda auðveldara að ala risarækjur en margan fiskinn. Ætla má að fyrir kílóið af alinni risarækju fáist tvö þúsund krónur. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka við keflinu af OR og færa þannig eldið af tilraunastigi og gera að burðugri atvinnugrein. Innlent Matur Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst sleppa af því takinu og fela það öðrum. Fimm ár eru liðin síðan fulltrúar fyrirtækisins kynntu sér risarækjueldi í Nýja Sjálandi og hefur verið unnið að því statt og stöðugt síðan. Tilraunirnar lofa góðu, svo góðu raunar að Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, fullyrðir að risarækjurnar eigi eftir að slá í gegn þegar þær koma á markað. Úlfar matreiddi risarækjuna fyrir blaðamenn í gær og var það samdóma álit þeirra sem snæddu að bragðgóð væri hún. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir hana meira að segja alveg sérstaklega góða en hann er mikill rækjumaður og hefur borðað rækjur víða um heim."Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sérstaklega góðar," sagði Alfreð í gær. "Ég hef borðað svona risarækjur erlendis og ég verð að segja það að þessar virðast vera mýrki en útlenskar og bara betri í alla staði." Hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þetta væru bestu rækjur sem hann hefði bragðað um ævina. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, telur að risarækjueldið geti orðið blómleg atvinnugrein enda auðveldara að ala risarækjur en margan fiskinn. Ætla má að fyrir kílóið af alinni risarækju fáist tvö þúsund krónur. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka við keflinu af OR og færa þannig eldið af tilraunastigi og gera að burðugri atvinnugrein.
Innlent Matur Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira