Leynivopnið í eldhúsinu 28. október 2004 00:01 "Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu... Matur Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu...
Matur Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira