Viðhald á flísum 1. nóvember 2004 00:01 Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna. Hús og heimili Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Elskar að bera klúta Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna.
Hús og heimili Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Elskar að bera klúta Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira