Refsum olíufélögunum! 1. nóvember 2004 00:01 Fjöldapóstur um samráð olíufélaganna fer eins og eldur í sinu um netið. Þar er fólk ekki hvatt til að hætta að kaupa bensín, það þýðir líklega ekki í þessu bílelskandi landi, heldur til að kaupa ekki neitt annað hjá olíufélögunum. Bréfið er svohljóðandi: "Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það - en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur. Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín - þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar. Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því. Dreifðu þessu á þína vini - og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN. Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl". Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN. Almenningur Félögin sem um ræðir eru: Skeljungur, OLÍS og ESSO." Eins og sést er bréfið ritað í nafni "almennings". En hvað teljið þið miklar líkur á að hinn breiði fjöldi - hinn raunverulegi almenningur - taki þátt í þessu refsiátaki gegn olíusvindlurunum? Alls engar? Nokkrar? Góðar? Alveg öruggt? Væri gaman að fá svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Fjöldapóstur um samráð olíufélaganna fer eins og eldur í sinu um netið. Þar er fólk ekki hvatt til að hætta að kaupa bensín, það þýðir líklega ekki í þessu bílelskandi landi, heldur til að kaupa ekki neitt annað hjá olíufélögunum. Bréfið er svohljóðandi: "Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það - en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur. Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín - þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar. Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því. Dreifðu þessu á þína vini - og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN. Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl". Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN. Almenningur Félögin sem um ræðir eru: Skeljungur, OLÍS og ESSO." Eins og sést er bréfið ritað í nafni "almennings". En hvað teljið þið miklar líkur á að hinn breiði fjöldi - hinn raunverulegi almenningur - taki þátt í þessu refsiátaki gegn olíusvindlurunum? Alls engar? Nokkrar? Góðar? Alveg öruggt? Væri gaman að fá svör.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun