Tvísýnt með Þórólf 1. nóvember 2004 00:01 Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira