Þráinn, Hanna, Svanur og Margrét 6. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.