Vísvitandi rangar ályktanir 13. október 2005 14:56 Svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvitandi dregið rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum skýrslunnar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís. "Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið," segir í yfirlýsingu Einars. "Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum." Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vísar fullyrðingum Einars á bug. "Það er alveg fráleitt að halda því fram að við höfum vísvitandi dregið rangar ályktanir," segir Guðmundur. "Nú hefur Samkeppnisstofnun tjáð sig með ákvörðun sinni. Næsta skref er að málið verður rekið fyrir áfrýjunarnefndinni og því vil ég ekki tjá mig frekar um það." Í yfirlýsingunni biður Einar viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. "Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins," segir í yfirlýsingunni. "Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvitandi dregið rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum skýrslunnar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís. "Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið," segir í yfirlýsingu Einars. "Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum." Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vísar fullyrðingum Einars á bug. "Það er alveg fráleitt að halda því fram að við höfum vísvitandi dregið rangar ályktanir," segir Guðmundur. "Nú hefur Samkeppnisstofnun tjáð sig með ákvörðun sinni. Næsta skref er að málið verður rekið fyrir áfrýjunarnefndinni og því vil ég ekki tjá mig frekar um það." Í yfirlýsingunni biður Einar viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. "Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins," segir í yfirlýsingunni. "Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira