Allir vilja veggfóður 8. nóvember 2004 00:01 "Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað. Hús og heimili Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
"Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað.
Hús og heimili Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira