Staðir fylgja fólki og fólk stöðum 8. nóvember 2004 00:01 "Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman." Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
"Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman."
Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira