Afsökunarbeiðnirnar mismunandi 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum