Meta ákvörðun Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira