Steinunn Valdís XVI 11. nóvember 2004 00:01 1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira