Félögin bera siðferðislega ábyrgð 11. nóvember 2004 00:01 Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira