Kjarabót fyrir almenning 25. nóvember 2004 00:01 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjögurra prósenta lækkun tekjuskatts á næstu þremur árum, hækkun barnabóta og niðurfellingu eignarskatts kemur ekki á óvart. Skattamál voru í brennidepli í kosningabaráttunni til Alþingis fyrir ári síðan. Lofuðu þá jafnt stjórnarflokkarnir sem höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar, Samfylkingin, lækkun skatta á almenning. Eftir því hefur síðan verið beðið að ríkisstjórnin efndi þetta fyrirheit. Annað hefði verið svik við kjósendur. Nú þegar efndirnar blasa við er einkennilegt að sjá hve margir stjórnmálamenn og álitsgjafar eru neikvæðir gagnvart framtakinu. "Ekki rétti tíminn", segir sumir. "Eykur verðbólgu", segja aðrir. Og enn aðrir telja upp ótal verkefni sem hægt væri að ráðast í ef skattarnir væru ekki lækkaðir. Athyglisvert er að Samfylkingin virðist hafa breytt um stefnu frá því fyrir kosningar og mælir nú gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þýðir það að kjósendur geta ekki treyst kosningaloforðum flokksins? Andstaða Vinstri grænna er í sjálfu sér rökrétt framhald á þeirri afstöðu sem fram kom í kosningabaráttunni en þegar formaður flokksins grípur til þeirra stóryrða að kalla skattalækkunina "hrikalegt efnahagslegt og hagstjórnarlegt glapræði", eins og hann gerði í blaðaviðtali á dögunum, hljóta menn að velta því fyrir sér hvort honum standi orðið á sama um það hvort hann sé tekinn alvarlega eða ekki. Í umræðunum um skattalækkanirnar líkti Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, Geir H. Haarde fjármálaráðherra við jólasvein sem dreifði gjöfum í allar áttir. Þessi ummæli koma á óvart frá jafn skynsömum manni og formanni Samfylkingarinnar. Rangt er að hugsa um ríkisvaldið sem jólasvein sem færir okkur gjafir. Ríkið hefur ekki aflað skattteknanna með eigin vinnu heldur eru skattar afrakstur af vinnu launþega. Almenningur er veitandi en ríkið þiggjandi. Áþekk - en því miður allt of algeng - hugsunarskekkja er fólgin í því að ræða skattalækkanirnar eingöngu á grundvelli hagfræði og hagstjórnar. Vissulega hefur upphæð skatta hverju sinni áhrif á ríkisfjármál og efnahagslífið en skattheimta er fyrst og fremst pólitísk spurning sem varðar grundvallarafstöðu manna í stjórnmálum. Hitt er svo tæknilegt úrlausnarefni hvernig hagstjórnin lagar sig að tekjum og gjöldum ríkisins hverju sinni. Og í því efni skiptir auðvitað miklu að stjórnmálamenn sýni ábyrgð og átti sig á afleiðingum þess fyrir hagkerfið þegar breytingar verða á jafn mikilvægu sviði og fjármálum ríkisins. Fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir skattafrumvarpinu að það mundi að meðaltali leiða til 4-5% hækkunar á ráðstöfunartekjum heimilanna í landinu. Ýmsir hópar, ekki síst tekjulágt barnafólk og barnafólk með meðaltekjur, nytu enn meiri kjarabóta. Og ráðherrann spurði gagnrýnendur í sölum þingsins: Hvað er eiginlega athugavert við það að lækka skattana á venjulegu vinnandi fólki? Hið eðlilega svar er: Það er ekkert athugavert við það. Það var kominn tími til. Skattalækkunin er lofsverð og ríkisstjórninni til álitsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjögurra prósenta lækkun tekjuskatts á næstu þremur árum, hækkun barnabóta og niðurfellingu eignarskatts kemur ekki á óvart. Skattamál voru í brennidepli í kosningabaráttunni til Alþingis fyrir ári síðan. Lofuðu þá jafnt stjórnarflokkarnir sem höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar, Samfylkingin, lækkun skatta á almenning. Eftir því hefur síðan verið beðið að ríkisstjórnin efndi þetta fyrirheit. Annað hefði verið svik við kjósendur. Nú þegar efndirnar blasa við er einkennilegt að sjá hve margir stjórnmálamenn og álitsgjafar eru neikvæðir gagnvart framtakinu. "Ekki rétti tíminn", segir sumir. "Eykur verðbólgu", segja aðrir. Og enn aðrir telja upp ótal verkefni sem hægt væri að ráðast í ef skattarnir væru ekki lækkaðir. Athyglisvert er að Samfylkingin virðist hafa breytt um stefnu frá því fyrir kosningar og mælir nú gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þýðir það að kjósendur geta ekki treyst kosningaloforðum flokksins? Andstaða Vinstri grænna er í sjálfu sér rökrétt framhald á þeirri afstöðu sem fram kom í kosningabaráttunni en þegar formaður flokksins grípur til þeirra stóryrða að kalla skattalækkunina "hrikalegt efnahagslegt og hagstjórnarlegt glapræði", eins og hann gerði í blaðaviðtali á dögunum, hljóta menn að velta því fyrir sér hvort honum standi orðið á sama um það hvort hann sé tekinn alvarlega eða ekki. Í umræðunum um skattalækkanirnar líkti Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, Geir H. Haarde fjármálaráðherra við jólasvein sem dreifði gjöfum í allar áttir. Þessi ummæli koma á óvart frá jafn skynsömum manni og formanni Samfylkingarinnar. Rangt er að hugsa um ríkisvaldið sem jólasvein sem færir okkur gjafir. Ríkið hefur ekki aflað skattteknanna með eigin vinnu heldur eru skattar afrakstur af vinnu launþega. Almenningur er veitandi en ríkið þiggjandi. Áþekk - en því miður allt of algeng - hugsunarskekkja er fólgin í því að ræða skattalækkanirnar eingöngu á grundvelli hagfræði og hagstjórnar. Vissulega hefur upphæð skatta hverju sinni áhrif á ríkisfjármál og efnahagslífið en skattheimta er fyrst og fremst pólitísk spurning sem varðar grundvallarafstöðu manna í stjórnmálum. Hitt er svo tæknilegt úrlausnarefni hvernig hagstjórnin lagar sig að tekjum og gjöldum ríkisins hverju sinni. Og í því efni skiptir auðvitað miklu að stjórnmálamenn sýni ábyrgð og átti sig á afleiðingum þess fyrir hagkerfið þegar breytingar verða á jafn mikilvægu sviði og fjármálum ríkisins. Fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir skattafrumvarpinu að það mundi að meðaltali leiða til 4-5% hækkunar á ráðstöfunartekjum heimilanna í landinu. Ýmsir hópar, ekki síst tekjulágt barnafólk og barnafólk með meðaltekjur, nytu enn meiri kjarabóta. Og ráðherrann spurði gagnrýnendur í sölum þingsins: Hvað er eiginlega athugavert við það að lækka skattana á venjulegu vinnandi fólki? Hið eðlilega svar er: Það er ekkert athugavert við það. Það var kominn tími til. Skattalækkunin er lofsverð og ríkisstjórninni til álitsauka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun