Flottir Hljómar Egill Helgason skrifar 2. desember 2004 00:01 Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira