Falið vald í Silfrinu 3. desember 2004 00:01 Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.